Píratar fengju samkvæmt nýjasta Þjóðarpúlsinum 25 þingmenn – sem er rúmlega áttföldun á núverandi þingmannafjölda. Til gamans má rifja upp að þeir þrír þingmenn sem Píratar eiga nú á þingi skriðu inn á þing undir morgun eftir kjördag þegar síðustu atkvæði voru talin, en flokkurinn fékk þá um 6% fylgi. Fylgi flokksins mælist í dag um 36% fylgi.

Nú á auðvitað eftir að koma í ljós hvernig framboðlistar flokkanna munu líta út þegar gengið verður til kosninga eftir tæplega 14 mánuði. Þó oft sé talað um að vika sé langur tími í pólitík, þá eru fjórtán mánuðir ekki langur tími þegar eftir eru síðustu baráttuloturnar á þingi, forsetakosningar í sumar, prófkjör og forval sem líkast til hefst síðla hausts og síðast en ekki síst kosningabaráttan sjálf. Fyrir áhugamenn um stjórnmál er því spennandi ár fram undan.

Á meðfylgjandi mynd er búið stilla upp þeim þingmönnum sem nú sætu á þingi miðað við fylgi Pírata eins og það mælist í könnunum nú og framboðslistana frá 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .