Engum blandast hugur um að vatnaskil eru að verða í fjölmiðlaneyslu þessi árin og það veldur ekki síst hræringum hjá fréttamiðlum, sem eru nauðsynlega stórar og dýrar stofnanir og því einkar viðkvæmarfyrir tekjumissi og breyttum rekstrarforsendum.

Telji fólk að þegar hafi orðið miklar breytingar, er ljóst af niðurstöðunumhér að ofan, að breytingarnar eru rétt að byrja. Í könnun Reuters-stofnunarinnar við Oxford-háskóla, sem gerð var í 12 ríkjum þar sem fjölmiðlaneysla er mikil, má sjá að útvarp og prentmiðlar hafa dalað mjög sem aðalfréttamiðlar, en aldursskiptingin hjá netmiðlum og sjónvarpi sýnir að miklar breytingar eru fram undan. Fréttaneytendum netmiðla mun áfram fjölga mikið, en fréttastofur sjónvarpsstöðva eiga mikla skelli í vændum

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .