Forstjóri Fjármálaeftirlitsins lagði fram nokkrar ábendingar á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja í gær þar sem hann meðal annars hvatti stjórnendur bankanna til að nýta aðstæður á markaði nú til að huga að hagræðingu og sameiningu á innlendum fjármálamarkaði.

Forstjórinn benti á að þó undirstöður íslensku viðskiptabankanna séu almennt traustar, þá eru ýmsar áskoranir í rekstri þeirra eins og hjá öðrum bönkum í heiminum.

„Það má segja viðskiptabönkunum þremur til hróss að þeir áttuðu sig snemma á mikilvægi áhættustýringar í rekstri sínum. Ágætt dæmi um árangur þessa er sú staðreynd, að öfugt við fjölmarga banka um allan heim, þá voru fjárfestingar þeirra í sérlega áhættusömum fjármálagerningum hverfandi,“ sagði hann í ræðu sinni.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .