Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,61% í dag, og endaði í 6.090 stigum. Er það í fyrsta skipti á árinu sem hún lækkar. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,72% frá áramótunum.

Atlantic Petrolium var eina félagið sem hækkaði í dag og nam hækkunin 41,05%. Greiningardeild Landsbankans segir engar sérstakar fréttir hafa borist frá félaginu og er ekki viss hvað býr að baki hækkunarinnar.

Félagið hefur hækkað um 85,89% frá áramótum. Markaðsvirði félagsins er tæpir sex milljarðar.

Flestir markaðir í Evrópu lækkuðu, segir greiningardeild Landsbankans.

OMXC20 vísitalan, sem mælir verðþróun í Kauphöllinni í Kaupmannahöfn, lækkaði um 1%, sænski markaðurinn lækkaði um 0,71%, og OMX Stockholm vísitalan, sem mælir gengi bréfa sem mest er verslað með á sænska markaðinum lækkaði um tæp 2%.

Óvissa um þróun ólíuverð og lækkanir á japanska hlutabréfamarkaðinum eru meðal ástæðna lækkana, segir greiningardeild Landsbankans.