Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,23% og er 6.238 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 3.212 milljónum króna.

Dagsbrún hækkaði um 3,48%, Atlantic Petrloeum hækkaði um 1,05%, Mosaic Fashions hækkaði um 0,57% og Alfesca hækkaði um 0,4%.

Avion Group lækkaði um 9,91% í kjölfar uppgjörs sem var undir væntingum, Össur lækkaði um 1,19%, Flaga Group lækkaði um 0,79%, Marel lækkaði um 0,63% og Glitnir lækkaði um 0,5%

Gengi krónu styrktist um 0,68% og er 123,5 stig.