Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,47% og er 7.304 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 16.419 milljónum króna.

Í gær lækkaði Úrvalsvísitalan um 2,53% en hlutbréf í Evrópu lækkuðu í kjölfar mikilla lækkana í Kína.

Mosaic Fashions hækkaði um 2,7%, Marel hækkaði um 0,96%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,86%, Atorka Group hækkaði um 0,82% og 365 hækkaði um 0,54%.

Eimskip lækkaði um 8,78%, Kaupþing lækkaði um 2,08%, Landsbankinn lækkaði um 1,87%, Icelandair Group lækkaði um 1,81% og Exista lækkaði um 1,71%.

Gengi krónu styrktist um 0,5% og er 119,4 stig.