Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 1,1% og stóð við lok markaða í 371 stigi samkvæmt Markaðsvaktinni.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% í gær en hafði um hádegi hækkað lítillega eða um 0,2%. Eftir hádegi lá leiðin hins vegar niður á við.

Þar munar mestu um 33,3% lækkun Exista sem hefur nú lækkað um 99,8% frá áramótum. Þá lækkaði Century Aluminum um 4,6% og Straumur um 3,9%.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var tæpar 300 milljónir króna en þar af voru tæpar 110 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá var velta fyrir tæpar 104 milljónir króna með bréf í Össur og tæpar 53 milljónir króna með bréf í Marel.