Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í dag og stóð við lok markaða í 672 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Þetta er í fyrsta sinn í þessari viku sem Úrvalsvísitalan lækkar en hún hækkaði um 2,9% í gær.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga en aðeins eitt félag, Eimskipafélagið hækkaði í dag. Velta með bréf í félaginu var tæpar 340 þúsund krónur.

Velta með hlutabréf var um 26 milljónir en þar af voru rétt rúmar 10milljónir með bréf í Marel. Í morgun fóru fram stök viðskipti fyrir rétt rúmar 7 milljónir í félaginu.

Þá var velta með bréf í Icelandair Group fyrir rúmar 7,2 milljónir en þar af eru þó ein stök viðskipti fyrir 6,9 milljónir.

Velta með bréf í Century Aluminum nam 3,9 milljónum en þar er aðeins um ein stök viðskipti að ræða.

Þá var velta fyrir tæpar 1,4 milljónir með bréf í Össur og rúma 1,1 milljón með bréf í Bakkavör.