Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 0,3% og stóð við lok markaða í 657 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan hækkaði í gær um 1,8% og var það í fyrsta skipti sem hún hækkaði eftir að ríkið yfirtók bankanna fyrr í þessum mánuði.

Í morgun lækkaði Úrvalsvísitalan hins vegar og hafðu um hádegi lækkað um 0,1%. Eftir hádegi tók hún þó viðsnúning og hafði sem fyrr segir hækkað um 0,3% við lok markaða.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.Eimskipafélagið leiddi hækkanir dagsins en um hádegi var það eina félagið sem hafði hækkað.

Heildarvelta með hlutabréf var um 157 milljónir en þar af voru 116 milljónir með bréf í Marel. Um korter yfir tvö í dag fóru fram stök viðskipti fyrir tæpar 106 milljónir með bréf í félaginu.

Þá var velta fyrir rúmar 35 milljónir með bréf í Össur og um ein og hálf milljón með bréf í Atorku. Minni velta var með bréf í öðrum félögum.