Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 1,2% en markaðurinn er í mikilli sveiflu og lokaði í sínu sögulega hæsta gildi í dag í 8.027 stigum samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Mest hækkuðu, Exista um 2,21%, Straumur um 1,99%, Kaupþing um 1,76% og Landsbankinn  um 1,67%.

FL Group lækkaði um 0,61% og Alfesca um 0,52%.

Krónan styrktist um 0,73% í dag og endaði gengisvísitalan í 115, stigum.