Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,25% og er 6.500 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðvakt Mentis. Veltan nam 3.046 milljónum króna.

Tvö stærstu viðskipti dagsins voru með bréf HB Granda sem er á iSEC markaðinum. Annars vegar var keypt fyrir 670 milljónir króna á genginu 12,2 og hins vegar fyrir 556 milljónir á genginu 10,12. Í bæði skiptin er um að ræða 54.949.363 hluti. Viðskiptin voru ekki verðmyndandi og gengi félagsins við lok markaðar er 11,95 krónur á hlut.

Bakkavör Group hækkaði um 1,52%, FL Group hækkaði um 1,27%, Össur hækkaði um 0,79%, Flaga Group hækkaði 0,65% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,58%.

Marel lækkaði um 1,24%, Exista lækkaði um 0,9% og hefur lækkað um 6,38% síðustu fjórar vikur, Mosaic Fashions lækkaði um 0,59%, Actavis Group lækkaði um 0,45% og Dagsbrún lækkaði um 0,4%.

Gengi krónu styrktist um 0,01% og er 118,6 stig við lok markaðar.