Úrvalsvísitalan stóð í stað í dag og er 7.804 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 8,7 milljörðum króna.

Nýherji hækkaði um 8,64% í viðskiptum sem nema 1,5 milljón króna, Vinnslustöðin hækkaði um 2,86% í viðskiptum sem námu um 40 miljónum króna, Alfesca hækkaði um 0,57%, Landsbankinn hækkaði um 0,44% og Kaupþing hækkaði um 0,28%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 1,69%, Icelandic Group lækkaði um 1,45%, Össur lækkaði um 1,19%, Flaga Group lækkaði um 0,89% og Actavis Group lækkaði um 0,63%.

Gengi krónu styrktist um 0,4% og er 118,1 stig.