Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,61% í dag og er 6.838,31 stig.

Mikið líf var á íslenska hlutabréfamarkaðinum í dag og FL Group hækkar enn og aftur mest allra, þriðja daginn í röð, eftir tilkynningu um að setja Icelandair Group á markað. Í dag nam hækkunin 6,13%.Á síðustu þremur dögum hefur félagið því hækkað um 15,57%.

Fyrirtækið hefur hækkað um 45,03% frá áramótum og er það næst mesta hækkunin á meðal félaga skráð í Kauphöll Íslands.

Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest frá áramótum, eða um 67,86%.

Íslandsbanki hækkaði næst mest í dag, eða um 5,12% og Össur hækkaði um 2,93%.

Fjögur fyrirtæki lækkuðu í dag. Marel lækkaði mest, eða um 2,62% en fyrirtækið hefur lækkað um 11,61% á einum mánuði en rekstur félagsins var undir væntingum á síðasta fjórðungi.

Atorka Group lækkaði næst mest eða um 0,81%, Icelandic Group lækkaði um 0,57% og Avion Group lækkaði um 0,23%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,22% í dag og gengisvísitalan er 106,37 stig. Dollar lækkaði um 0,13% gagnvart krónunni og evran lækkaði um 0,16%.