Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,14% og er 8.176 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Og er það nýtt met, að sögn greiningardeildar Landsbankans. Frá áramótum nemur hækkunin 27,6%.

"Lægsta lokagildi ársins var fyrsta viðskiptadaginn en vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt frá byrjun ársins. Þennan dag í fyrra stóð vísitalan í 5.413 stigum og hefur því hækkað um 51% á einu ári," segir greiningardeildin.

Mosaic Fashions hækkaði um 4,3%, 365 hækkaði um 2,17%, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,83%, Atorka Group hækkaði um 1% og Actavis Group hækkaði um 0,79%.

Teymi lækkaði um 0,79%, Icelandair Group lækkaði um 0,54%, Straumur-Burðarás lækkaði um 0,48%, Marel lækkaði um 0,47% og Alfesca lækkaði um 0,21%.

Gengi krónu styrktist um 1,02% og er 113,1 stig.