Úrvalsvísitalan stóð nánast í stað í dag og er nú 8.764 stig sem er 0,06% hækkun síðan í gær. Velta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag nam tæplega 13 milljörðum króna.


Alls hækkuðu níu félög í viðskiptum dagsins, mest hækkaði færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum um 2,83% þá hækkaði Alfesca um 0,98%. FL Group og Eimskipafélag Íslands hækkuðu bæði um 0,5%.

Tíu félög lækkuðu hinsvegar í viðskiptum dagsins. Mest Nýherji sem lækkaði um 1,52%, næst mest lækkaði Eik banki um 1,4% Þá lækkaði Færeyja banki um 1,28%.

Við lok markaða hafði krónan veikst um 0,28% og lokaði gengisvísitalan í 112 stigum samkvæmt upplýsingum frá markaðsvakt Mentis.