Tíðin var róleg á markaði í dag eftir mikil læti fyrr í vikunni og hækkaði Úrvalsvísitalan aðeins um 0,07% í dag og endaði daginn í 8.989 stigum.  Velta með hlutabréf var frekar lítill í Kauphöllinni í dag eða 5,5 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktar Mentis.

Atorka hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag um 1,75%, Teymi hækkaði um 1,63% og Marel um 1,36%.

Century Aluminum lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni eða um 2,11%, 365 lækkaði um 0,6% og Icelandair um 0,49%

Krónan veiktist um 0,48% í viðskiptum dagsins og gengisvísitalan er nú 111,2 stig.