Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% og 5.303,25 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Hún hefur því lækkað um 4,18% frá áramótum.

Marel hækkaði um 0,65% í kjölfar uppgjörs sem var í takt við væntingar greiningaraðila og Actavis Group hækkaði um 0,16%.

Atlantic Petroleum lækkaði um 3,17%, FL Group lækkaði um 1,27%, Avion Group lækkaði um 1,23%, Glitnir lækkaði um 1,14% og Landsbankinn lækkaði um 0,96%.

Gengi krónu veiktist um 0,96% og er 125,95 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.