Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,9% og er 4.15 stig þegar markaðurinn hefur verið opinn í um 40 mínútur. Gengi krónu hefur veikst um 1,5% og er 158,8 stig en gjaldeyrismarkaður hefur verið opinn um klukkustund lengur.

Velta á hlutabréfamarkaði nemur um milljarði króna.

Exista leiðir lækkunina, hefur lækkað um 2,7%, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru rauðar það sem af er degi.  Danska vísitalan OMXC hefur lækkað um 2,3%, norska vísitalan OBX hefur lækkað um 2,5% og sænska vísitalan OMXS hefur lækkað um 1,8%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.