Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,5% í vikunni og er 4.212 stig við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Gengi krónu veiktist um 2,1% á tímabilinu og er 159,8 stig.

Spron hækkaði um 14,8% í vikunni, líkt og sjá má á meðfylgjandi töflu.

Teymi lækkaði um 21,5% í vikunni.

Bæði félögin eru að hverfa úr Kauphöllinni. Hluthafafundur Spron samþykkti fyrir tveimur dögum samruna við Kaupþing. Teymi tilkynnti samhliða birtingu uppgjörs fyrir annan ársfjórðung um að það stefndi að afskráningu. Bæði félögin hafa lækkað mikið frá áramótum. Spron hefur lækkað um 79% og Teymi um 76%.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,2% í vikunni og sænska vísitalan OMXS hækkaði um 3,2%. Norska vísitalan OBX lækkaði um 0,8%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.