Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,2% í vikunni og er 4.152 stig við lok vikunnar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Útgerðarfélagið HB Grandi  hækkaði mest í vikunni eða um 5%, sem rekja má til 29 milljón króna sölu Guðmundar A. Birgissonar, sem er varamaður í stjórn félagsins. HB Grandi er skráð á First North markaðinn, sem er hliðarmarkaður.

Exista [ EXISTA ] lækkaði um 3,8% á tímabilinu.

Litið til Norðurlandanna hækkaði danska vísitalan OMXC um 2,6% í vikunni.

Norska vísitalan OBX lækkaði um 1,5% og sænska vísistalan OMXS lækkaði um 2,6%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.