Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) er 60 ára í þessum mánuði. Fyrirtækið var upphaflega stofnað að frumkvæði íslenskra stjórnvalda til að uppfylla samningsskyldur Íslands gagnvart Bandaríkjum Norður-Ameríku samkvæmt samningi um íslenska verktöku fyrir varnarliðið frá 1954. Í lok síðustu aldar fór fyrirtækið að vinna á almennum markaði með kaupum á Ármannsfelli og Álftárós og hefur síðan verið einn stærsti verktaki á Íslandi.

Stærsta verk ÍAV er Harpa, ráðstefnu og tónlistarhús Reykjavíkur en ÍAV stýrði því verki á öllum stigum framkvæmda ásamt því að stýra hönnun byggingarinnar.