Lokið er 1. áfanga útboðs íbúðabréfa 2006. Alls bárust tilboð að nafnvirði 14,92 milljarðar króna. Ákveðið var að taka tilboðum í íbúðabréf að nafnvirði 4,4 milljarðar króna. Vegin heildarávöxtunarkrafa tekinna tilboða í útboðinu með þóknun er 4,13%. Íbúðalánasjóður hefur í kjölfarið útboðs á íbúðabréfum ákveðið að útlánsvextir íbúðalána sjóðsins verði lækkaðir úr 4,70%í í 4,65%. Taka þeir vextir gildi 8. mars 2006.

Samkvæmt 3. mgr. 21.gr. laga um húsnæðismál nr. 44/1998, með síðari breytingum, og samkvæmt 14. gr. reglugerðar nr. 522/2004 um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf getur stjórn Íbúðalánasjóðs ákvarðar vexti ÍLS-veðbréfa með hliðsjón af fjármögnunarkostnaði í reglulegum útboðum íbúðabréfa og með vegnum fjármagnskostnaði vegna uppgreiddra lána, að viðbættu vaxtaálagi.

Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs byggir því á ávöxtunarkröfu í útboði íbúðabréfa sem haldið var 7. mars, ásamt vegnum fjármagnskostnaði uppgreiðslna ÍLS-veðbréfa. Vegnir vextir í útboði íbúðabréfa og uppgreiddra ÍLS-veðbréfa er 4,07%. Vaxtaálag vegna rekstrar, 0,15%, varasjóðs, 0,20%, og uppgreiðsluáhættu, 0,25%, samtals 0,60%.

Með reglugerð er Íbúðalánasjóði heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum að taka íbúðalán með því að greiða sérstakt uppgreiðsluálag. Stjórn Íbúðalánasjóðs hefur því ákveðið að bjóða viðskiptavinum sjóðsins einnig að taka íbúðalán með sérstöku uppgreiðsluálagi. Verða slík íbúðalán boðin með 0,25% lægri vöxtum en vextir hefðbundinna lána, þ.e. 4,40%.