Hamingjusömustu íbúar Afríku eru í Malaví en þeir óhamingjusömustu í Tógó, samkvæmt niðurstöðum úttektar á hamingju í heiminum. Matið nær til könnunar sem gerð var á árunum 2000 til 2009 og náði til 148 Afríkuríkja.

Fjallað er um hamingjukönnuna í nýjasta tölublaði Heimsljóss - vefrits Þróunarsamvinnustofnunar um þróunarmál . Þar kemur m.a. fram að Malaví hafi fengið einkunnina 6,2 en Tógó aðeins 2,8. Til samanburðar var Ísland með einkunnina 8,2 í útttekt á hamingju í heiminum.

Í vefritinu er vitnað til þess að hagfræðingurinn Tom Bundervoet hjá Alþjóðabankanum fjalli um þessa samantekt í pistli og nefni hann að ríkjandi viðhorf meðal íbúa auðugra þjóða sé að fólkið í Afríku sé fátækt en hamingjusamt. Undir þetta viðhorft sé kynt í sífellu í vinsælum sjónvarpsþáttum þar sem ríkir og frægir heimsæki lítt þekkta þjóðflokka í afskekktum sveitahéruðum í Afríku og fái staðfestingu á því - fyrir framan tugi myndavéla - að þrátt fyrir alla erfiðleikana virðist fólkið vera hamingjusamara en skrifstofublækur.

Tom þessi bendir á að hagfræðingar hafi á síðustu árum farið að gefa hamingjunni meiri gaum en áður, hvernig hún er mæld og vegin. Hann segir niðurstöður kannana misvísandi og stundum óvæntar.