*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 17. febrúar 2006 12:14

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálf prósent í janúar

Ritstjórn

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um hálft prósent í janúar þrátt fyrir lítil viðskipti og samdrátt í veltu, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Velta á íbúðamarkaði hefur þó snaraukist á ný á síðustu vikum. Það gæti verið vegna uppsafnaðri þörf í ljósi þess að fólk frestar íbúðarkaupum fram yfir jólin og fyrstu vikur nýs árs, segir greiningardeildin.

Verðhækkun íbúðarhúsnæðis virðist því ekki lokið þó að flest bendi til þess að aukin ró sé að færast á íbúðamarkaðinn.

Greiningardeildin reiknar með því að verð haldist nokkuð stöðugt á næstunni.

Það hefur dregið úr hækkun íbúðaverðs á síðustu mánuðum en í desember lækkaði íbúðaverð.