Það getur verið erfitt að finna sér íbúð á viðráðanlegu verði en víða um land má þó finna eignir í ódýrari kantinum. 76 fermetra íbúð á jarðhæð er til að mynda til sölu á Raufarhöfn á 900 þúsund krónur samkvæmt vef Íbúðalánasjóðs. Það gerir fermetraverð upp á tæpar 12 þúsund krónur. Á fasteignavef Mbl er verðið reyndar sett á eina milljóna króna.

Fasteignamatið er tæplega 1,9 milljónir króna en það lækkaði um 400 þúsund krónur frá síðasta ári.

Það að eignin sé nokkuð ódýr útskýrist að mörgu leyti að hún þarfnast endurbóta að utan sem innan. Miklar rakaskemmdir eru í íbúðinni og gler er ónýtt. Einnig eru miklar steypuskemmdir á húsinu að utan.

Fjallað er um íbúðina í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.