Íbúðalánasjóður hefur, það sem af er liðið ári, leyst til sín 544 eignir. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári leysti sjóðurinn til sín 692 eignir, 872 árið 2010 en ekki nema 106 árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu velferðarráðherra um stöðu einstaklinga og fjölskyldna með tilliti til húsnæðisskulda og annarra skulda en fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Það eru á heild um 4.000 lántakendur hjá Íbúðalánasjóði sem eru með meira en þriggja mánaða vanskil. Fjárhæð vanskila einstaklinga nemur rúmum 6,2 milljörðum króna en af því hafa um tveir milljarðar verið í vanskilum í meira en 12 mánuði.