Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mældist 358,4 stig í maí sl. og hækkaði um 1,3% á milli mánaða samkvæmt tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú hækkað um 6,5% á milli ára og um tæp 2% frá áramótum. Vísitalan fór yfir 350 stig í nóvember sl., sem var þá í fyrsta skipti síðan í ágúst 2008.

Á myndinni hér að neðan má sjá þróun vísitölu íbúðaverðs síðastliðin fimm ár. Eins og sjá má hefur íbúðaverð hækkað nær látlaust frá byrjun árs 2011. Fyrir hrun náði vísitalan hámarki í ársbyrjun 2008 og mælist nú, í fyrsta sinn síðan þá, hærri en hún var þá. Hækkunin er þó ekki mikil, 0,3%. Hins vegar hefur íbúðaverð hækkað um 2,8% frá því í október 2008.

Mest lækkaði hún um 15,5% að raunvirði frá hámarkinu en það var í desember 2009. Síðan þá hefur íbúðaverð hækkað um 18,6%.

Síðastliðna 3 mánuði hefur vísitala íbúðaverðs lækkað um 0,1% en síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 1,6%.

© vb.is (vb.is)