Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,9% á milli mánaða í október. Þar af hækkaði verð á íbúðum í fjölbýli um 0,6% en íbúðir í sérbýli 1,6%. Greining Íslandsbanka bendir á að undanfarna 12 mánuði hafi íbúðaverð hækkað um 6% að nafnvirði á höfuðborgarsvæðinu og hægt talsvert á talsvert hægt á hækkunartaktinum frá því í upphafi árs þegar íbúðaverð hafði hækkað um 10% að nafnvirði undanfarna 12 mánuði þar á undan.

Greiningardeildin bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að samhliða því að hægt hafi á verðhækkunum á íbúðaverði hafi einnig hægt á vexti í veltunni á íbúðamarkaðnum. Bent er á að á síðastliðnu hálfa ári séu kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu verið um 19% fleiri en á sama tíma í fyrra þegar vöxturinn var 63%.

Greiningardeildin segir vísbendingar um að sá doði sem einkenndi  íbúðamarkaðinn á þriðja ársfjórðungi kunni að vera á undanhaldi. Hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í október sé meiri en að meðaltali það sem af er ári. Samhliða því hafi verið metvelta á íbúðamarkaði í október en þá var samtals á höfuðborgarsvæðinu 552 kaupsamningum þinglýst  sem er mesti fjöldi samninga sem sést hefur í einum mánuði frá því fyrir hrun.