ísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 428,5 stig í júní 2015 og stóð í stað frá frá fyrri mánuði, en þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands .

Vísitalan hækkaði um 0,8% þrjá mánuði þar á undan en síðastliðna 6 mánuði á undan hækkaði hún um 4,0%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitalan hækkað um 10%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Birtingu hennar er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma.