Íbúðaverð mun hækka um 5% að nafnverði næstu 3 árin samkvæmt spá Seðlabanka Íslands. Miðað við verðbólguspá mun raunverð íbúðahúsnæðis hækka um 2% ári á þessu tímabili. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis mun, miðað við spá Seðlabankans, einnig verða lítillega umfram byggingarkostnað en aðeins minni en hækkun ráðstöfunartekna.

Fróðlegt er að skoða þróun fasteignaverðs hér á landi á síðsta áratug og bera saman við Norðurlöndin. Breyting nafnverðs bendir til þess að hér hafi verið eignabóla. Sé horft til breytingar raunverðs er ekki jafn ljóst að hér hafi verið eignabóla. Ef borin er saman verðþróunin við þróunina annars staðar sést að hún hefur líkast til ekki einungis ráðist af innlendum þáttum. Fasteignaverð á Íslandi hækkaði á svipuðu leyti og í öðrum löndum. Þróun raunverðsins sker sig verulega úr í hruninu.

Fasteignaverð í Reykjavík er nú eitt það lægsta í höfuðborgum Evrópu. Í töflunni sem sjá má hér að neðan er stuðst við að verð 100 fermetra íbúðar í miðborg Reykjavíkur sé 280 þúsund krónur sem byggirg á lauslegri athugun á fasteignaauglýsingum. Meðalfermetraverð í Reykja­vík er hins vegar 215 þúsund krónur, í Kaupmannahöfn er það 630 þúsund krónur þrátt fyrir mikla lækkun nafnverðs þar.

Fermetraverð íbúðarhúsnæðis í miðbæjum höfuðborga Evrópu
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis í miðbæjum höfuðborga Evrópu

Verð 100 m2 íbúðar í höfuðborgum Evrópu sem margfeldi af VLF á mann
Verð 100 m2 íbúðar í höfuðborgum Evrópu sem margfeldi af VLF á mann