Íslandsbanki á í dag 66 íbúðir og hús á ýmsum byggingarstigum og 21 atvinnurými, samkvæmt upplýsingum sem fengust frá bankanum.

Af þessu má ráða að íbúðum í eigu bankans fjölgar hratt en í lok maí sl. voru þær 55 talsins. Síðan þá hefur þeim fjölgað um 11 eða 18%.

Atvinnuhúsnæði í eigu bankans fjölgar enn hraðar, um 24%, og hefur farið úr 16 í 21.

Samkvæmt upplýsingum frá bankanum gilda enn sömu ströngu reglur um sölu eigna og sala þeirra er í höndum nokkurra fasteignasala. Í örfáum tilfellum eru íbúðir í leigu á meðan þær eru í sölu – þá til fyrrum eigenda.