Brottfarir Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli dragast saman um helming í sumar, frá síðasta sumri. Það er meginástæða þess að flug eykst aðeins um 5% þótt Icelandair bæti við og ný flugfélög, eins og Wowair bætist við. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins sem vísar til fréttar á vef Túrista.

"Niðurstöður athugunar Túrista er að tvær af hverjum þremur brottförum frá Keflavíkurflugvelli í sumar verða á vegum Icelandair, 203 á viku. Iceland Express er annað umsvifamesta fyrirtækið í millilandsflugi því rúmlega tíunda hver vél sem tekur á loft frá Keflavík í júlí er merkt félaginu. Brottfarir félagsins eru 32 en voru 69 á viku í fyrrasumar," segir á mbl.is.