Flugfélagið bætti nýlega við sig tveim­ur farþegaþotum af gerðinni Boeing 767-300 en fé­lagið á fyr­ir tvær þotur sömu gerðar, þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Nýjustu viðbætur Icelandair, sem bera einkennisstafina TF-ISP og TF-ISW,  og hafa fengið nöfnin Eldgjá og Gullborg, eru framleiddar árið 1997 og voru áður í notkun hjá Flugfélaginu Air New Zealand.

Að sögn upplýsingafulltrúa komu breiðþot­urn­ar til fé­lags­ins í vet­ur og hafa síðan þá verið end­ur­nýjaðar að utan og inn­an sam­kvæmt stöðlum og út­lit­s­kröf­um Icelanda­ir. Breytingarn­ar voru unn­ar í viðhalds­stöð fé­lags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli og í Xia­men í suðaust­ur­hluta Kína.