Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Prag í Tékklandi fór í loftið frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Flogið verður til Prag fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum út október 2023.

Flugfélagið tilkynnti í nóvember á síðasta ári að það myndi hefja áætlunarflug til Prag og Barcelona sumarið 2023.

Við lendingu í Prag fengu farþegar höfðinglegar móttökur þar sem slökkvibílar sprautuðu hinum hefðbundna heiðursboga.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

„Prag er spennandi viðbót við okkar öflugu sumaráætlun. Borgin hefur upp á margt að bjóða meðal annars hvað varðar menningu, listir, sögu og matargerð. Við sjáum mikil tækifæri í að bjóða morgunflug til Prag sem tengist vel inn í Norður-Ameríku flugið okkar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.