*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 20. maí 2020 15:10

Icelandair lækkar um 17%

Bréf Icelandair hafa fallið um 17% í dag en félagið tilkynnti að ekki hafi náðst samningar við Flugfreyjufélag Íslands.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Gengi hlutabréfa Icelandair standa nú í 1,49 krónum á hvern hlut en það er um 17,22% lækkun frá lokagengi bréfanna í gær. 

Icelandair gaf frá sér tilkynningu klukkan hálf þrjú í dag þess efnis að Flugfreyjusamband Íslands hefur hafnað lokatilboði flugfélagsins. Flugfélagið áformar að halda hluthafafund á föstudag en fyrir honum liggur tillaga um heimild til að samþykkja hækkun hlutafjár.

Hlutabréf Icelandair hafa hríðfallið á síðustu mánuðum vegna heimsfaraldursins. Gengi bréfanna í upphafi árs var í kringum 7,5 krónur á hlut. Bréfin náðu hámarki í 38,20 krónum á hlut í apríl 2015.  

Stikkorð: Icelandair Kauphöllin