Hlutabréf bæði Icelandair og Marel hefur lækkað um 2,33% í fyrstu viðskiptum dagsins. Þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað hressilega á síðustu dögum má leiða líkum að því að fréttir um jarðhræringar á Reykjanesi hafi haft einhver áhrif á markaðsaðila.

Lækkun á hlutabréfum Marel má hins vegar rekja til þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á mörkuðum víða um heim í dag þar sem áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á heimshagkerfið hefur valdið lækkunum á hlutabréfamörkuðum og þá sérstaklega alþjóðlegra fyrirtækja eins og Marel.

Það sem af er degi hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 0,8% í rúmlega 1,3 milljarða viðskiptum. Lækkunin er töluvert minni en á öðrum mörkuðum á Norðurlöndunum þar sem hlutabréfavísitölur hafa lækkað um 1,8-2%.

Alls hafa 14 félög af tuttugu á aðallista Kauphallarinnar lækkað í fyrstu viðskiptum dagsins en auk Marel og Icelandair hafa bréf Haga lækkað um 1,98% og bréf Reita um 1,53%

Mest hækkun hefur hins vegar verið á bréfum Arion banka sem hafa hækkað um 2,52% auk þess sem bréf Sjóvá hafa hækkað um 0,77% en félögin tvö eru þau einu sem hafa hækkað í viðskiptum dagsins.