Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,85% í 1,7 milljarða króna viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1.666,94 stigum. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði einnig, eða um 0,06% í tæplega 2,4 milljarða króna viðskiptum og stendur hún nú 1.323 stigum.

Mest hækkun var á gengi bréfa Icelandair Group eða 1,69% í 174 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 15,00 krónur. Næst mest hækkun var á gengi bréfa Reginn hf, eða um 1,49% í 298 milljón króna viðskiptum og stendur gengi bréfanna nú í 23,90 krónum.

Jafnframt voru mestu viðskiptin með bréf Reginn, en næst mest viðskipti voru með bréf Eimskipafélags Íslands, eða fyrir 255 milljónir króna, og hækkaði gengi bréfanna um 0,79%.

Mest lækkun var á gengi bréfa Skeljungs, eða um 1,28% lækkun í rúmlega 29 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 6,16 krónur.

Vísitölur Gamma hækkuðu

Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,1% í dag í 4 milljarða viðskiptum en hlutabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,8% í dag í 1,7 milljarða viðskiptum.

Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega í dag í 1,9 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 0,7 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 1,3 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,4 milljarða viðskiptum.