Icelandair ætlar tímabundið að hætta að selja í miðjusæti í flugvélum sínum af sóttvarnarástæðum. Tók breytingin gildi 6. apríl sl. og mun gilda fram í lok maí að öllu óbreyttu. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Í samtali við Fréttablaðið segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að gripið sé til þessara aðgerða til þess að halda aukinni fjarlægð milli farþega.

„Þannig skipuleggjum við þetta nema að fólk óski eftir öðru, til dæmis ef fjölskylda er að ferðast saman eða eitthvað slíkt," hefur Fréttablaðið eftir henni.

Nokkur fjöldi erlendra flugfélaga, líkt og easyJet og Wizz air, hafa þegar stigið sama skref og Icelandair.