Stjórn Icelandair Group hf. hefur ákveðið að skoða að hlutabréf félagsins verði jaframt tekin til viðskipta í annarri kauphöll á Norðurlöndunum, til viðbótar núverandi skráningu á Nasdaq OMX Iceland hf.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Viðskiptablaðið greindi frá því í nóvember sl. að stefnt sé að tvíhliða skráningu og hefur Icelandair í þeim efnum litið til kauphallarinnar í Osló.

Á ráðstefnu sem haldinn var á vegum Sögu fjárfestingarbanka í nóvember sagði Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands sem á um þriðjungshlut í Icelandair, að stefna Icelandair sé að skrá það líka erlendis.

Aðspurður um þessi ummæli þá sagði Finnbogi þetta vera eina af útgönguleiðunum sem sjóðurinn hefur markað sér. Þetta gerist hins vegar ekki strax því að öllum líkindum þurfi þriggja ára rekstrarsaga að liggja fyrir við skráningu á annan markað. Það sé því verið að horfa til ársins 2012. Til greina komi að skoða skráningu í kauphöllinni í Osló í þessu samhengi.