Viðskipti með 700 milljónir hluta, eða um 1,7% hlut, í Icelandair fóru í gegn í morgun á genginu 1,90 krónur á hlut. Kaupveðið nam því 1.330 milljónum króna.

Gengi Icelandair stendur nú í 1,92 krónum á hlut sem er 3,8% hækkun frá 1,85 króna dagslokagengi flugfélagsins á föstudaginn.

Iceland Seafood niður um 7%

Iceland Seafood International tilkynnti eftir lokun markaða á föstudaginn að viðræður við aðila í iðnaðinum, sem skrifaði undir viljayfirlýsingu í lok desember um kaup á meirihluta í breska dótturfélaginu Iceland Seafood UK, hefðu ekki borið árangur. Þetta var í annað skiptið frá því að söluferlið hófst sem ISI hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á breska dótturfélaginu en ekki náð endanlegu samkomulagi við mótaðilann.

Hlutabréfaverð Iceland Seafood hefur fallið um 7,7% í fyrstu viðskiptum i dag og stendur í 6,60 krónum á hlut. Gengi félagsins hafði þó hækkað um 19% í síðustu viku.