Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Icelandic Group hf. af kröfum Steinagerðis ehf., sem krafðist þess að viðurkennt yrði með dómi að Icelandic Group væri skaðabótaskylt vegna þess að eignahlutur Steingerðis ehf. var ranglega afmáð úr hlutaskrá Sjóvíkur ehf., síðar Icelandic Group, einhvern tímann á tímabilinu nóvember 2004-apríl 2005.

Héraðsdómur taldi Steingerði ehf. ekki hafa sýnt fram á að það ætti hlut í Icelandic Group og sýknaði síðarnefnda félagið á þeim forsendum og dæmdi Steingerði ehf. til að greiða því 700 þúsund krónur í málskostnað.