Í nýrri verðmatsgreiningu sinni segir IFS að markgengi Marels sé 0,95 evrur á hlut (156,5 krónur) horft til næstu tólf mánaða. Jafngildir það 8,5x EV/EBITDA hlutfalli ársins 2011. Markgengi Marels er nú 0,71 evrur á hlut. Hækki markgengið upp í 0,95 evrur  á hlut nemur hækkunin 33,2% m.v. núverandi markgengi. Markgengi Marels hefur þegar hækkað um 21% það sem af er ári.

Mat á sjóðsstreymi gefur til kynna að verðmatsgengi sé 0,95 evrur á hlut, sem er 33,2% meira en markaðsvirði félagsins er í dag. Áður hafði IFS reiknað með verðmatsgenginu 0,87 evrur á hlut en góð afkoma á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 2011 hefur hækkað matið. Þá er gert ráð fyrir 12% söluaukningu á árinu.

Mælt með kaupum

IFS greining mælir með kaupum í Marel vegna góðrar afkomu á öðrum ársfjórðungi 2011og vegna þess að afkomuhorfur fyrir árið séu góðar. Þá hefur pöntunum eftir vörum fjölgað og er pantanastaða nú í hámarki. Hlutfallið (Nettó vaxtaberandi skuldir)/EBIDTA er nú 2,7x sem er innan markmiða stjórnar sem er 2x-3x. Þá sé Marel með lægri verðhlutföll heldur en gegnur og gerist hjá fyrirtækjum með fjárfestingarvörur.

IFS greining telur líklegt að Marel verði skráð á markað annað hvort í Hollandi eða Kaupmannahöfn.

IFS greining gerir ráð fyrir 9,9% EBIT framlegð á árinu 2011 en verði 9,8% á seinni hluta spátímabilsins. Þetta er undir makmiði um að skila 10-12% EBIT framlegð. Á árinu 2010 var 11% EBIT framlegð.