Á Kýpur undirbúa menn sig við að prófa eitthvað glænýtt í hagfræðinni, að setja á gjaldeyrishöft í landi sem ekki hefur sinn eigin gjaldmiðil, að því er segir í frétt Bloomberg. Ekki er útséð um það hvort höft verða sett á á Kýpur eða ekki, en almennt eru meiri líkur taldar á að svo verði en ekki.

Ef af verður þá yrði þetta í fyrsta skipti sem evruríki tekur upp gjaldeyrishöft, en evran sjálf mun gera höftin erfiðari í framkvæmd, því allt fé sem tekið er úr kýpverska bankakerfinu heldur sjálfkrafa verðgildi sínu.

Búist er við einhverri tilkynningu frá kýpverskum stjórnvöldum um haftafyrirkomulag.