Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og KFUM og KFUK  á Íslandi undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna. Á vef ráðuneytisins segir að starf KFUM og KFUK miði að því að efla trúarlíf og siðferðiskennd, og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. KFUM og KFUK eru kristileg og samkirkjuleg sjálfboðaliðasamtök fyrir karla og konur, sem leggja sérstaka áherslu á virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.

„Í samningunum er m.a. kveðið á um að samtökin eigi að hafa aðgerðaráætlun til að bregðast við málum er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Einnig er í samningnum vakin athygli á mikilvægi þess að samtökin vinni gegn hatursorðræðu á netinu og í starfsemi sinni,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins.