Seðlabanki Indlands hefur hækkað stýrivexti um 25 punkta og fóru þeir við það úr 7,25% í 7,5%. Markmið vaxtahækkunarinnar er að draga úr verðbólgu í landinu. Þetta er þvert á vaxtaspár sem flestar gerðu ráð fyrir óbreyttum vöxtum.

Hún mælist nú 6,1%. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur eftir seðlabankastjóranum Raghuram Rajan, sem kom til starfa í bankanum fyrr í þessum mánuði, að stefnan sé að koma verðbólgu niður að því sem geti talist skynsamlegt. BBC hefur jafnframt eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði að ljóst sé af viðbrögðum seðlabankans að bankastjórn hans hafi áhyggjur af verðbólguþróun.

Vaxtahækkunin hafði neikvæð áhrif á fjárfesta í Indlandi og lækkaði aðalvísitalan á hlutabréfamarkaðu um 2,6% í kjölfarið.