Inga Birna Ragnarsdóttir
Inga Birna Ragnarsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Inga Birna Ragnarsdóttir hefur verið ráðin Framkvæmdastjóri WOW ferða frá og með 1. ágúst síðastliðnum.

Fram kemur í tilkynningu frá Wow air að Inga Birna hóf störf hjá Icelandair árið 1994 og starfaði hjá félaginu allt til ársins 2008.  Hún starfaði m.a. sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands og sem forstöðumaður Vildarklúbbs Icelandair.  Síðastliðin 2 ár hefur hún stýrt áskriftar-og þjónustudeild hjá 365.  Inga Birna lauk BS prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands vorið 1999 og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2006.

Ferðaskrifstofan WOW ferðir var stofnuð 29. febrúar og er hún hluti af Wow-félaginu, með sömu starfsstöðvar og WOW air. WOW ferðir styðja við leiðarkerfi WOW air og bjóða upp á skemmtilegar og áhugaverðar ferðir til allra áfangastaða WOW air með sérstaka áherslu fjölbreyttar pakkaferðir við allra hæfi. WOW ferðir munu bjóða upp á sérferðir, borgarferðir, golfferðir, skíðaferðir, leikhúsferðir, menningarferðir svo fátt eitt sé nefnt, með og án fararstjóra