Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag að Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir yrði ráðin framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Inga Hrefna hefur frá árinu 2007 unnið á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Varðar, fulltrúaráðsins í Reykjavík og er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Inga Hrefna er fædd og uppalin á Seyðisfirði en býr nú í Hafnarfirði.  Svanhildur Hólm Valsdóttir gengdi áður starfi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins en starfar nú sem aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins.