*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Fólk 25. janúar 2018 08:27

Ingibjörg ritstýrir hjá CNN

CNN hefur ráðið Ingibjörgu Þórðardóttur sem ritstjóra stafræns efnis fyrir London, Hong Kong, Abu Dhabi, Lagos og New York.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Ingibjörg Þórðardóttir, eða Inga Thordar eins og hún er kölluð á heimasíðu CNN, hefur verið ráðin ritstjóri stafræns efnis á heimsvísu fyrir fjölmiðilinn sem hún hefur starfað fyrir síðan árið 2015.

Mun hún hafa yfirumsjón með allri teymisvinnu í frétta-, íþrótta- og efnisframleiðslu, í London, Hong Kong, Abu Dhabi, Lagos og New York sem framleiða, skrifa og dreifa efni á stafrænum miðlum CNN.

Áður starfaði hún við ritstjórn hjá BBC en starfstöð Ingibjargar er í London. Ingibjörg er með gráðu frá SOAS, University College London og Háskóla íslands.