Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra stefnir að því að skila ríkinu 0,5-1 milljarð króna í söluhagnaði á næsta ári með því að selja fasteignir utanríkisþjónustunar erlendis.

„Við ætlum að athuga með hvaða hætti er hægt að hagræða í húsakosti sendiskrifstofa,” sagði hún á blaðamannafundi í dag.

Þessi upphæð kemur til viðbótar við 2,3 milljarða króna niðurskurðaráætlun Utanríkisráðuneytisins, sem tilkynnt var um í dag.

En það er 20% samdráttur frá því sem áætlað var fyrir fjárlagafrumvarp næsta árs.