Verðmæti vöruinnflutnings á fyrsta ársfjórðungi nam um 58 milljörðum króna en var á sama tímabili í fyrra um 52 milljarðar króna. Að magni jókst innflutningurinn um 15% en gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 9 miðað við innflutningsvog milli tímabilanna sem leiðir til lægra innflutningsverðs.

Ef bráðabirgðatölum um innflutning í apríl er bætt við innflutning
fyrstu þriggja mánaða ársins er innflutningurinn kominn í 80 milljarða króna
sem er ríflega 8 milljörðum króna meira en í fyrra. Meginskýring aukins innflutnings er að enn vex innflutningur fólksbifreiða, áætluð verðmætaaukning er 60% þessa fyrstu fjóra mánuði ársins, innflutningur fjárfestingavöru og eldsneytis og olíu, sem skýrist að góðum hluta af hærra innkaupsverði.

Útflutningur á fyrsta ársfjórðungi nam tæpum 47 milljörðum króna sem er um 9 milljarða króna samdráttur frá fyrra ári. Að magni dróst útflutningur saman um tæplega 8% sem skýrist einkum af samdrætti í útflutningi sjávarafurða og annarar iðnaðarvöru t.d. lyfja. Vöruskiptajöfnuður var neikvæður um 11,5 milljarða króna á þessu tímabili. Ef útflutningur aprílmánaðar hefur verið í takt við útflutning síðustu tveggja mánaða má gera ráð fyrir að halli á vöruskiptajöfnuði í apríl verði yfir 5 milljarðar króna.